Gistihús og Tjaldstæði

Á Steinsstöðum er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta. Þar er gistiheimili, tjaldstæði og sumarhús. Gistiheimilið er staðsett í hlýlegu og fallegu umhverfi, með trjágróðri og skemmtilegum gönguleiðum. Leikvöllur fyrir börnin, lítill 9 holu golfvöllur fyrir áhugamanninn og sundlaug með heitum potti er á svæðinu. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat eftir óskum hvers og eins, ef pantað er með fyrirvara.

Gistiheimilið

Gistiheimilið er gamall, uppgerður skóli. Þar eru 16 herbergi (þar af 6 með snyrtingu), borðstofa, setustofa og eldhús. Herbergin eru frá 2-4 manna og frí internet-tenging er á staðnum.

Fjósið

Fjósið er gamalt útihús sem er nýuppgert. Þar eru núna 7 herbergi og tveir salir. Annar salurinn rúmar 70 manns og hinn 100 manns. Eldunaraðsta er til staðar í sölunum.

Sumarhúsið

Sumarhúsið er nýuppgert, gamalt og notarlegt sumarhús. Húsið er 2-3 manna með borðstofu, svefnherbergi, snyrtingu og eldunaraðstöðu.

Tjaldstæðið

Tjaldstæðið er stórt, skjólgott og á góðum stað með útsýni yfir Mælifellshnjúk. Boðið er upp á þjónustu fyrir húsbíla, svo sem rafmagn, losun, heitt og kalt vatn og þvottaplan. Við hliðina á tjaldstæðinu er snyrting, eldunaraðstaða og matsalur.

Verðskrá

Sumarið 2016

Flokkur 1

Herbergi

Flokkur 2

Herbergi með handlaug

Flokkur 3

Herbergi með snyrtingu

1 manns herbergi, m/ morgunverði 15.000 kr.
2ja manna herbergi, m/ morgunverði 20.000 kr.
3ja manna herbergi, m/ morgunverði 26.000 kr.
Auka rúm f/fullorðinn, m/ morgunverði 5.000 kr.

Upplýsingar í símum: 899-8762 eða í netfangi steinstadir@simnet.is

þessi verð eru miðuð við uppbúin rúm og morgunverð.