• • • Afþreying • • •

Skagfirðingar hafa löngum verið kunnir af öflugu félagslífi og mikið er um ferðaþjónustu í Skagafirði. Áður var vel þekkt að bændur og búalið fóru í hópum milli bæja og tóku saman lagið. Það er enn gert við góð tækifæri! Í Firðinum er mikið af skemmtilegum stöðum sem hægt er að skoða.

  • River rafting / Fljótasiglingar. Ferðaþjónustan Steinsstöðum er í samstarfi við Ævintýraferðir. Hægt er að panta siglingu á gistiheimilinu fyrir hópa og einstaklinga. Sjá nánar á rafting.is
  • Stutt er í hestaleigur í nágrenninu – Sjá Lýtingsstaðir
  • Fjalllendið allt umhverfis býður upp á skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleið á Mælifellshnjúk, Merkigil, Tindastól, Austurdal og fl. – Sjá nánari upplýsingar hér.
  • Skíðasvæði á Tindastól. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Tindastóll – tindastoll.is
  • Á Steinsstöðum er sundlaug með heitum potti. Einnig er lítill 9 holu golfvöllur fyrir áhugamanninn. Hægt er að sjá myndir hér til hliðar.
  • Stutt er í sögufræga staði s.s. Hóla í Hjaltadal, Merkigil, Víðimýri, Reykjakirkju, Byggðasafnið í Glaumbæ og Vesturfarasafnið á Hofsósi. Nánari upplýsingar er að finna á holar.is
  • Einnig eru veitingahús og pöbbar á Sauðárkróki sem er ca. 36 km akstur. nánar: olafshus.is og northwest.is